Erlent

Handtóku meintan vopnainnflytjenda

AP

Bandaríski herinn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að maðurinn sem þeir handtóku í árás á menntamálaráðuneytið í Írak í morgun sé lykilaðili í ólöglegum innflutningi vopna inn í landið. Þeir nafngreindu manninn ekki en í fréttum frá íröskum embættismönnum í morgun kom fram að þetta hafi verið Hakim Zamili, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, sem er stuðningsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×