Erlent

Íranar segjast geta sökkt stórum herskipum

Ahmandinejad Íransforseti með Pervez Musharaaf forseta Pakistan í Teheran á mánudag
Ahmandinejad Íransforseti með Pervez Musharaaf forseta Pakistan í Teheran á mánudag AP

Íranar eiga að sögn flugskeyti sem geta grandað stórum herskipum. Hersveitir Írana skutu í dag tilraunaflugskeytum út á Persaflóa. Bandaríkjaher er með flugmóðurskip á Persaflóa og ætla að senda þangað annað til þess að þrýsta enn frekar á Íransstjórn að láta af kjarnorkuáætlunum. Íranar virðast hins vegar ætla að láta hart mæta hörðu.

Bandaríkjamenn segjast enn vonast til þess að kjarnorkudeilan leysist á friðsamlegan hátt og vilja að Sameinuðu þjóðirnar beiti Íran enn harðari viðskiptaþvingunum en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×