Erlent

Vetrarveður á Bretlandseyjum

Umferð hefur gengið hægt og illa víða á Bretlandseyjum í morgun en þar snjóaði mikið í nótt. Lögregla hefur varað vegfarendur við að vera á ferðinni að óþörfu. Veðrið er enn slæmt og ættu þeir sem eiga flug til London í dag að búa sig eins og í íslensku vetrarveðri og gera ráð fyrir að tafir geti orðið á ferðum. Eins hafa einhverjar tafir orðið á flugvöllum vegna veðurs og snjóþyngsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×