Enski boltinn

Ólympíunefndin hafnar West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Fulltrúar Ólympíunefndarinnar á Englandi hafa lýst því yfir að ekkert verði af samstarfi við West Ham eða önnur knattspyrnufélög um byggingu Ólympíuleikvangsins í London fyrir leikana þar í borg árið 2012, því slíkt gæti orðið til þess að undirbúningur fyrir leikana tefðist og yrði mun kostnaðarsamari en ella.

Nokkur knattspyrnufélög á Lundúnasvæðinu höfðu rennt hýru auga til leikvangsins með það fyrir augum að gera mannvirkið að heimavelli sínum, en nú hafa skipuleggjendur Ólympíuleikanna blásið allt slíkt af.

"Stjórnin hefur ákveðið að best sé að fara ekki í samstarf um byggingu leikvangsins með West Ham eða neinu öðru knattspyrnufélagi, því ljóst er að þær miklu breytingar sem hafa þyrfti til hliðsjónar yrðu bæði tímafrekar og kostnaðarsamar," sagði í yfirlýsingu frá Ólympíunefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×