Enski boltinn

Ronaldo neitar ekki orðrómum

NordicPhotos/GettyImages

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United lagði sig lítið fram við að mótmæla þrálátum orðrómi um að hann væri að fara til Spánar eftir leik Portúgala og Brasilíumanna á Englandi í gær.

Ronaldo hefur mikið verið orðaður við Real Madrid og Barcelona undanfarið. "Ég veit ekki hvar ég verð eftir hálft ár og það eina sem ég er að gera er að æfa vel og reyna að bæta mig á hverjum einasta degi," sagði hinn 22 ára gamli Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×