Enski boltinn

Solskjær samur við sig

Norðurlandabúarnir hafa verið skæðir í framlínu United í vetur
Norðurlandabúarnir hafa verið skæðir í framlínu United í vetur NordicPhotos/GettyImages

Norski ofurvaramaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó Henrik Larsson hafi verið valinn í byrjunarliðið á undan sér á dögunum og segist afar sáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu.

Solskjær var ekki í hóp Manchester United sem lagði Tottenham um síðustu helgi á meðan hinn Norðurlandabúinn fékk sæti í byrjunarliðinu. Líkt og í gegn um árin lætur Solskjær slíkt ekki hafa áhrif á sig og segir allar ákvarðanir á höndum Sir Alex Ferguson.

"Það er stjórinn sem velur liðið og ég rengi hans ákvarðanir aldrei. Það er ljóst að það verða aldrei 22 menn í hópnum fyrir leiki og ef ég er ekki einn þeirra sem verða fyrir valinu, er ég bara heima hjá mér og það er í fínu lagi. Allir í liðinu hafa ákveðið hlutverk og markmið og það er að vinna deildina.

Við Henrik erum ekki keppinautar, heldur vinir og félagar í liðinu. Við viljum báðir vinna leiki og ég er mjög ánægður með framlag hans til liðsins. Það er líka hægt að læra mikið af Larsson. Hann hugsar vel um sig og þekkir þennan bransa inn og út - svo ég er feginn fyrir hans hönd að hann hafi fengið að spila síðan hann kom hingað," sagði Norðmaðurinn geðþekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×