Erlent

Khodorkovsky segir nýjar ákærur pólitískar

AP

Olíujöfurinn Mikhail Khodorkovsky segir nýjar ákærur á hendur honum til þess ætlaðar að koma í veg fyrir að hann losni fyrr úr fangelsi og blandi sér í stjórnmál. Hann segir þessar áætlanir kokkaðar upp í Kreml þar sem Vladímír Pútín ræður ríkjum. Khodorkovsky sem nú situr í fangelsi fyrir fjársvik og skattundanstungur var á mánudag kærður fyrir stórfellt peningaþvætti. Ef hann verður fundinn sekur um það bætast allt að tíu ár við fangelsisvist hans annars gæti hann sótt um reynslulausn síðar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×