Erlent

Hætta ekki fyrr en niðurstaða fæst

Abdullah konungur Sáda og Mahmoud Abbas
Abdullah konungur Sáda og Mahmoud Abbas AP

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hóf viðræður sínar við Khaled Meshaal leiðtoga Hamas í morgun með þeim orðum að viðræðunum yrði ekki slitið fyrr en fylkingar Fatah og Hamas kæmust að sameiginlegri niðurstöðu. Ráðlagt er að viðræðurnar standi í tvo daga en Abdullah konungur Sádí-Arabíu miðlar málum fylkinganna.

Vonir standa til þess að fylkingarnar nái samkomulagi um myndun þjóðstjórnar. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísrael sagðist í gær tilbúinn til viðræðna við palestínsk stjórnvöld um friðarumleitanir svo lengi sem þau viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis. Það er einmitt talinn einn helsti ásteytingarsteinnin í viðræðunum á milli Abbas og Meshaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×