Erlent

Enn ein bréfsprengjan á Englandi

Kona var flutt á sjúkrahús eftir að bréfasprengja sprakk á skrifstofu ökutækjaskrár í Swansea í Wales í morgun. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum sem bréfasprengja springur á Bretlandseyjum. Ein kona slasaðist þegar bréfsprengja sprakk á skrifstofu í Lundúnum í fyrradag og tveir voru fluttir undir læknishendur þegar önnur sprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í gær. Enginn hefur týnt lífi í sprengingunum. Allar sprengjurnar hafa sprungið á skrifstofum sem með einum eða öðrum hætti tengjast þeim sem innheimta sektir fyrir umferðarlagabrot en hvort það tengist er í rannsókn. Lögregla getur enn ekki staðhæft að atvikin þrjú tengist yfir höfuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×