Erlent

Innanríkisráðherra Póllands segir af sér

Innanríkisráðherra Póllands, Ludwik Dorn hefur sagt af sér. Afsögn hans er liður í endurskipulagningu á ríkisstjórn Jaroslaw Kaczynski forsætisráðherra. Dorn er að auki einn fjögurra varaforsætisráðherra landsins en hann ætlar áfram að gegna því embætti.

Dorn er gamall vinur Jaroslaw Kaczynsky og tvíuburabróður hans, forseta landsins Lech Kaczynski. Hann hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega af pólskum dagblöðum fyrir það hvernig hann hefur tekið á lögreglumálum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×