Erlent

Íranir saka Bandaríkjamenn um mannrán

Íranir saka Bandaríkjamenn um að vera á bak við ránið á starfsmanni íranska sendiráðsins í Bagdad. Bandaríkjamenn hafa hinsvegar neitað að staðfesta að mannránið hafi yfir höfuð átt sér stað.

Íranir segja að sendiráðsstarfsmaðurinn, Jalal Sharifi hafi ekki gert vart við sig síðan byssumenn í íröskum herbúningum stöðvuðu bíl hans á sunnudaginn. Mohammed Ali Hosseini talsmaður utanríkisráðuneytis Íran staðhæfir að byssumennirnir hafi starfað fyrir Bandaríkjamenn. Hann lýsir atvikinu sem hryðjuverkaárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×