Erlent

Rostropovich á spítala

Sellóleikarinn heimsfrægi Mstislav Rostropovich hefur verið lagður inn á spítala í Moskvu af ótilgreindum ástæðum. Rostropovich, sem er 79 ára gamall er af mörgum talinn einn allra fremsti sellóleikari síðustu aldar auk þess sem hann er mikill baráttumaður fyrir mannréttindum.

Hann fór í útlegð frá Sovétríkjunum árið 1974 eftir að hafa hýst rithöfundinn og sovétandstæðinginn Alexander Solzhenitsyn í fjögur ár á heimili sínu. Eftir að Rostropovich fór í útlegðina sviptu sovésk yfirvöld hann ríkisborgararétt. Rostropovich sneri aftur til Sovétríkjanna í valdatíð Mikahail Gorbatsjoff og tók beinan þátt í að hrinda valdaránstilraun harðlínukommúnista árið 1991.

Rostropovich með Sergei Prokofiev

Rostropovich var náinn vinur þriggja af stærstu tónskáldum 20. aldarinnar, þeirra Sergei Prokofiev, Benjamin Britten og Dimitri Shostakovich sem allir sömdu sérstaklega fyrir hann tónverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×