Erlent

Deildi fimm lögum og verður sóttur til saka

Lagið með Noruh Jones mun kosta Hinds rúmlega 50.000 krónur.
Lagið með Noruh Jones mun kosta Hinds rúmlega 50.000 krónur. MYND/Getty Images

Scott Hinds, 23 ára, var nýverið ákærður fyrir ólöglega dreifingu á tónlist á internetinu. Hann er einn af sex sakborningum í Maine ríki í Bandaríkjunum. Það skrýtna er hins vegar að hann dreifði aðeins fimm lögum.

Lögin sem hann er sakaður um að hafa dreift eru:

Automobile - NWA

All over you - Live

Fast Car - Tracy Chapman

Don´t know why - Norah Jones

What would you say - Dave Matthews Band

Fyrir hvert lag á hann yfir höfði sér að minnsta kosti 750 dollara sekt, eða rúmlega 50 þúsund íslenskar krónur. Hann gæti hugsanlega fengið fangelsisdóm að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×