Enski boltinn

Brasilía - Portúgal í beinni á Sýn í kvöld

NordicPhotos/GettyImages

Vináttuleikur frændþjóðanna Brasilíu og Portúgal verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar verður hinn magnaði Cristiano Ronaldo í eldlínunni með Portúgal, en reiknað er með að Adriano verði á ný í framlínu Brassa.

Ronaldinho og Alex verða ekki með liði Brasilíumanna og Robinho hjá Real Madrid er tæpur. Þeir Maniche og Costinho frá Atletico Madrid eru ekki í liði Portúgala en talið er að Ricardo Quaresma verði klár í slaginn.

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala, er frá Brasilíu og stýrði þeim gulklæddu til sigurs á HM á sínum tíma. Hann hefur aldrei tapað vináttuleik á ferlinum og því eiga Brassar væntanlega erfitt verkefni fyrir höndum á Emirates vellinum í London í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×