Erlent

Bandaríkjamenn skutu á Breta

AP

Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir upptökur úr stjórnklefa bandarískrar orustuþotu sem skaut á bílalest breskra hermanna í Basra í Írak fyrir tæpum fjórum árum.

Upptakan var birt í morgun um leið og blaðið greint frá innihaldi hennar. Á henni má heyra þegar flugmennirnir virðast átta sig á mistökum sínum. Einn breskur hermaður féll þegar skotið var tvívegis á bílalestina. Myndbandið mun hafa verið notað við rannsókn hersins en ekki birt opinberlega eða sýnt ættingjum hermannsins látna fyrr en nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×