Erlent

Seldi ungabarn á 600 dollara

Hjúkrunarkona í Bishkek í Kyrgistan seldi ungabarn til lögreglumanna í dulargervi á 600 bandaríkjadali. Lögreglumennirnir máttu velja hvort þeir keyptu dreng eða stúlku. Hjúkrunarkonan hefur verið fangelsuð fyrir athæfið. Lögreglu grunar að barnasala sé algeng í Kyrgistan enda búa allt að 80% barna þar í landi við sára fátækt. Nú hefur verið skorin upp herör gegn þessu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×