Erlent

Haniya vongóður um viðræður

AP

Ismail Haniya forsætisráðherra Palestínu segist vongóður um að viðræður hans, Khaled Meshaal leiðtoga Hamas og Mahmoud Abbas forseta Palestínu og leiðtoga Fatah í Mekka í Sádí-Arabíu muni bera árangur. Þessar tvær fylkingar Palestínumanna hafa borist á banaspjótum undanfarið og hafa minnst 60 fallið í þeim átökum á undanförnum mánuði.

Einhverjar líkur eru á að mynduð verði þjóðstjórn Palestínumanna við viðræðurnar. Vopnahlé hefur haldið síðan á laugardag á milli hreyfinganna og lykilatriði að það haldi á meðan á viðræðunum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×