Enski boltinn

Middlesbrough kaupir Woodgate

Jonathan Woodgate hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid
Jonathan Woodgate hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid NordicPhotos/GettyImages
Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×