Erlent

Fanga meinaður aðgangur að fangelsi

Maður sem strauk úr fangelsi í Belgíu reyndi að gefa sig fram, en var vísað frá fangelsinu þar sem hann framvísaði ekki persónuskilríkjum. Hakim Ghazouani, 24 ára, strauk úr fangelsi í Ghent í síðasta mánuði eftir að hafa fengið leyfi til að fara til læknis. Lögreglan lýsti eftir manninum og varaði almenning við, en Ghazouani var dæmdur fyrir rán og fíkniefnasölu. Lögmaður hans taldi hann á að gefa sig fram og fylgdi honum í fangelsið í Verviers. Þar var manninum meinaður aðgangur og sagt að koma ekki fyrr en hann væri búinn að ná í persónuskilríki. Fangelsisstjórinn í Verviers afsakaði atvikið með því að segja að það hefði orðið hneyksli ef vitlaus maður hefði verið lokaður inni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×