Erlent

Japanir æfa viðbrögð við fuglaflensusmiti

Japanir æfa í dag viðbrögð ef fuglaflensufaraldur brytist út. Æfingin er haldin í Tokushima-fylki og gengur út frá því að tveir einstaklingar smitist af stökkbreyttu afbrigði H5N1 veirunnar sem smitast milli manna. Annar þessara einstaklinga smitar tvo til viðbótar í lest og ekki er vitað hvar hann er niður kominn. Æfingin snýst svo um að loka svæðinu til að hindra að fólk beri með sér flensuna og smiti fleiri. Fimm tilfelli H5N1-smits hafa komið upp í alifuglum í Japan en enn hefur enginn maður smitast af afbrigðinu. Vísindamenn óttast mjög að flensan stökkbreytist þannig að hún smitist á milli manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×