Erlent

Fundað í dag um framtíð ítalska boltans

AP

Enn hefur ekki verið ákveðið hvort deildarkeppni í ítalska fótboltanum verði kláruð þetta árið, eftir að lögreglumaður lést í boltabulluóeirðum á föstudag. Ítalska ólympíusambandið fundar í dag um næstu skref í málinu, en ofbeldi tengt fótbolta hefur aukist í landinu. Öllum leikjum helgarinnar í ítalska boltanum var frestað um óákveðinn tíma vegna harmleiksins. Þetta er enn eitt áfallið fyrir ítalskan fótbolta en deildarkeppnin hófst nokkrum vikum seinna í haust en áætlað var vegna hneykslismála sem urðu meðal annars til þess að stórliðið Juventus var dæmt niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×