Erlent

Áframhaldandi skærur á Gasaströndinni í dag

MYND/AP

Vopnahlé sem fylkingar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna sömdu um á föstudag hefur ekki haldið í dag því komið hefur til átaka milli fylkinganna á Gasaströndinni.

Snemma í morgun létust tveir menn úr úrvalssveitum Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í árásum á æfingabúðir sveitanna. Fylkingarnar saka hvorar aðra um að hafa ekki hemil á herskáum byssumönnum í liði sínu og um að vilja ekki frið.

Átökin eru þó ekkert í líkingu við þau sem voru fyrir helgi þegar hátt í 30 létust og á þriðja hundrað særðust í einum hörðust átökum milli Fatah og Hamas. Vonir eru bundnar við að Abbas og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas, komist að samkomulagi um myndun þjóðstjórnar þegar þeir hittast í hinni helgu borg Mekka í Sádi-Arabíu á þriðjudag til að ræða ástandið í Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×