Slær út í fyrir Jacques Chirac 1. febrúar 2007 13:30 Jacques Chirac, forseti Frakklands. MYND/AP Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari. Erlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari.
Erlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira