Erlent

Gróðurhúsaáhrif versnandi

Getty Images

Gróðurhúsaáhrif eru vissulega til staðar og þau fara versnandi, og sennilega verður það orðað með enn skýrari hætti þegar Alþjóðleg nefnd um loftlagsbreytingar skilar af sér skýrslu á fundi sem haldinn er um málið í París.

Búist er við að skýrslan birtist í endanlegri mynd á morgun. Þetta er fjórða skýrsla sinnar tegundar síðan 1990 en nefndin hefur starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna síðan 1988. Skýrslan verður að sögn sérfræðinga sem sitja ráðstefnuna 90% nákvæm og mun hún spá 1,5-5,8 gráðu hækkun á meðalhitastigi á næstu hundrað árum. Sérfræðingarnir segja hinsvegar að með samstilltu átaki opinberra aðilla og einstaklinga sé hægt að snúa þróuninni við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×