Innlent

Fjórða konan kærir Guðmund í Byrginu

MYND/Stöð 2

Fjórða konan hefur kært Guðmund í Byrginu fyrir kynferðislegt samband á meðan hún var skjólstæðingur hans í Byrginu.

Það var á föstudagskvöld sem fjórða konan lagði fram kæru en sú þriðja barst einnig í lok síðustu viku. Kærurnar lúta allar að því sama - að traust þeirra hafi verið misnotað þegar Guðmundur Jónsson forstöðumaður á að hafa stofnað til kynferðissambands við þær.

Fyrsta kæran barst rétt fyrir jól til lögreglunnar í Reykjavík en það var 11. janúar sem málið var lagt í hendur lögreglunnar á Selfossi. Síðan þá hafa þrjár konur kært. Þriggja manna rannsóknardeild er á Selfossi og hefur einn maður þar helgað sig rannsókn á Byrgismálinu og notið aðstoðar sérfræðinga.

Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, liggja ýmis tölvutæk gögn fyrir sem mikil vinna verður að fara í gegnum. Auk þess hafi fá vitni gefið sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×