Erlent

Níu ára sjónvarpskokkur í Kína

Níu ára gömul stúlka frá Shanghai í Kína er með sinn eigin matreiðsluþátt í sjónvarpi. Shi Yulan er auk þess að skrifa sína fyrstu matreiðslubók, en samkvæmt dagblaðinu Qianjiang Evening News hefur hún unnið í eldhúsinu heima hjá sér frá því hún gat staðið í lappirnar. Shi segist hafa hjálpað mömmu sinni í eldhúsinu frá því hún var tveggja ára með því að þvo leirtau: "en þegar ég var sex ára byrjaði ég að elda fyrir fjölskylduna." Í frítíma sínum skrifar Shi um reynslu sína í eldhúsinu og uppskriftir í matreiðslubókina. "Ég elda og skrifa niður, en mamma tekur allt upp svo áhorfendur geti fengið skýra mynd af því hvernig á að búa til réttina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×