Erlent

Alheimsátaki gegn holdsveiki ýtt úr vör

Holdsveikisjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk ýttu í gær úr vör alheimsátaki gegn holdsveiki og ekki hvað síst gegn fordómum gegn holdsveikum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru holdsveikisjúklingar í kringum hálf milljón í heiminum.

Baráttan gegn sjúkdóminum hefur hins vegar gengið vel og fer holdsveikitilfellum jafnt og þétt fækkandi. Heilbrigðisstarfsmenn og fyrrverandi sjúklingar segja að þrátt fyrir að lækning við sjúkdómnum hafi komið á almennan markað árið 1985, þá séu holdsveikir enn útskúfaðir úr samfélaginu, jafnvel eftir að þeir hafi fengið meina sinna bót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×