Erlent

Mikil öryggisgæsla vegna asjúra-hátíðar sjíamúslima

Mikil öryggisgæsla er víða í arabaheiminum í dag þar sem ein helsta hátíð sjíamúslima, asjúra-hátíðin, er að hefjast. Í pakistönsku borginni Quetta var varalið lögreglu og öryggissveita kallað út til varúðar, þar sem ofbeldi milli sjía og súnnímúslima hefur aukist í landinu undanfarið. Einn lést í gær í sjálfsmorðsárás og 15 létust í eldflaugaárás á laugardag.

Báðar árásirnar beindust gegn sjíamúslimum. Talið er að ofbeldi milli trúarhópa í Írak geti gert út um stöðugleikann í Pakistan, sem þegar glímir við ofbeldismenn sem flæða yfir landamærin frá nágrannaríkinu Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×