Erlent

Venesúela og Íran styrkja samstarf sitt og smíða fjarstýrðar flugvélar

MYND/AP

Varnarmálaráðherra Venesúela tilkynnti í gær að her landsins muni eiga samstarf við Íran um að hanna og smíða fjarstýrðar flugvélar. Flugher Venesúela átti frumkvæðið að samstarfinu og er þegar kominn vel á veg með smíði vélanna, að sögn dómsmálaráðherrans. Venesúela og Íran hafa styrkt mjög samband sitt á undanförnum árum, enda leiðtogar landanna beggja sameinaðir í óbeit sinni á sameiginlegum óvini sínum, Bandaríkjunum.

Hugo Chavez, forseti Venesúela, heimsótti Íran á síðasta ári, þegar hann heimsótti markvisst fjölda ríkja sem ekki er hlýtt til Bandaríkjanna. Þá kom Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, til Venesúela fyrr í mánuðinum á ferð sinni um Suður-Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×