Erlent

Hamas og Fatah samþykktu vopnahlé í nótt

Palestínsku fylkingarnar Hamas og Fatah samþykktu vopnahlé sín á milli í gærkvöldi, sem tók gildi klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Rétt eftir að vopnahléð tók gildi heyrðist skothríð bergmála um Gaza-borg en ekki hefur frést af neinu mannfalli eða særðum mönnum.

Utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, tilkynnti í gærkvöldi að fylkingarnar tvær hefðu náð samkomulagi um að leggja niður vopn, sleppa gíslum og að öryggissveitir og vígamenn fylkinganna dragi sig í hlé, af götunum. Minnst 30 manns höfðu látist í átökum vígasveita fylkinganna á einungis fimm undanförnum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×