Erlent

Viðræður við N-Kóreu halda áfram 8. febrúar

Bankastjóri Seðlabankans fyrir erlend viðskipti, Oh Kwang Chul, hefur fundað með fulltrúa bandaríska viðskiptaráðuneytisins í morgun.
Bankastjóri Seðlabankans fyrir erlend viðskipti, Oh Kwang Chul, hefur fundað með fulltrúa bandaríska viðskiptaráðuneytisins í morgun. MYND/AP

Viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verður fram haldið þann 8. febrúar í Peking. Þetta tilkynnti utanríkisráðuneyti Kína í morgun. Viðræður sex landa báru engan árangur í desember síðastliðnum enda strandaði þar á peningaágreiningi milli Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna.

Árangur hefur hins vegar náðst á fundum samningamanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem hittust í Peking í morgun.

Löndin sex sem taka þátt í viðræðunum eru Norður- og Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland og Kína, þar sem viðræðurnar fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×