Erlent

Nýtt Windows fer í sölu á morgun

Sala hefst á morgun á nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu frá Microsoft, Windows Vista. Búist er við að um 100 milljón tölvur verði komnar með nýja stýrikerfið innan 12 mánaða. Þetta er um 15% þeirra tölva sem nú keyra á XP stýrakerfinu. Viðmót og öryggismál, eru meðal þess sem bætt hefur verið í nýju útgáfunni, sem verður markaðssett í þremur gerðum. Lágmarksbúnaður til að keyra Vista er 512 Mb af innra minni, 800 megaherza örgjörvi og 15 Gígabita pláss á harða diskinum. 128MB af skjáminni er líka nauðsynlegt til að nýta þrívíddarútlit glugganna í nýja viðmótinu.

Uppfærsla í Vista úr Windows XP kostar á bilinu 15 til 20 þúsund krónur hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×