Erlent

Allir skólar lokaðir í Líbanon

Allir skólar í Líbanon verða lokaðir fram á miðvikudag eða fimmtudag eftir mannskæða bardaga við Arabíska háskólann í Beirút á fimmtudag. Kennsla hefst á ný í háskólum á miðvikudag en aðrir skólar verða lokaðir fram á fimmtudag. Menntamálaráðherra Líbanons tilkynnti þetta í morgun, að því er líbanska dagblaðið Daily Star greinir frá.

Ein helgasta hátíð sjíamúslima, asjúra-hátíðin, stendur yfir þessa dagana og hefst skólastarf ekki á ný fyrr en að henni lokinni.

Fjórir létust í bardögum á fimmtudaginn og eykur það enn á spennuna í landinu, þar sem borgarastríð geisaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×