Erlent

Fjórir látnir eftir átök á milli Fatah- og Hamas-liða

Frá fjöldagöngu stuðningsmanna Hamas í Jebaliya-flóttamannabúðunum á
Gasaströndinni í dag.
Frá fjöldagöngu stuðningsmanna Hamas í Jebaliya-flóttamannabúðunum á Gasaströndinni í dag. MYND/AP

Fjórir eru látnir eftir að það sló í brýnu milli hópa á vegum Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni í dag. Til átaka kom á milli hópanna þegar Hamas-liðar minntust þess að ár er síðan þeir fóru með sigur af hólmi í þingkosningum í landinu og tóku þar með við forystuhlutverki í palestínsku heimastjórninni. Tveir úr hvoru liði eru sagði hafa fallið í átökunum.

Þrátt fyrir þetta ræða forráðamenn Hamas og Fatah um myndun þjóðstjórnar á heimasvæðum Palestínumanna og hafa gert undanfarna mánuði. Deila þeir um hvernig málum skuli hagað í samskiptum við Ísrael, en Hamas-samtökin hafa hingað til neitað að viðurkenna Ísraelsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×