Erlent

Evrópusambandið dregur úr framlögum til Afganistan

MYND/AP

Búist er við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynni í dag um fimmtíu milljarða fjárframlag til Afganistan á næstu fjórum árum. Þetta er nokkuð lægra framlag en framlag sambandsins á árunum 2002 til 2006.

Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins funda nú í Brussel þar sem Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að tilkynna um aukið fjármagn Bandaríkjamanna til öryggis- og uppbyggingarmála í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×