Erlent

Kastró hefur ekki sést í hálft ár

Kastró lagðist undir hnífinn í júlí á síðasta ári.
Kastró lagðist undir hnífinn í júlí á síðasta ári. MYND/AP

Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur ekki sést opinberlega í hálft ár. Kastró lagðist undir hnífinn í júlí á síðasta ári vegna blæðinga í meltingarvegi og hefur síðan þá verið undir höndum lækna.

Raul bróðir Kastró hefur gengt starfi hans og farið með stjórn landsins síðan í júlí. Margir Kúbverjar telja að Kastró sé orðinn of heilsuveill til að snúa aftur til valda en aðrir halda þó enn í vonina. Engar myndir hafa verið birtar af Kastró síðan í október á síðasta ári þegar yfirvöld á Kúbu sendu frá sér myndband af Kastró þar sem hann staulaðist um á náttfötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×