Erlent

Bush vill fá sjö hundruð milljarða til uppbyggingu hermála í Afganistan

Bandaríkjamenn ætla að auka fjármagn sitt til öryggis- og uppbyggingarmála í Afganistan til muna. Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru staddir í Brussel þar sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar í dag að tilkynna um þessa ákvörðun Bandaríkjamanna. Hún ætlar jafnframt að fara fram á það við ríki Atlantshafsbandalagsins að þau geri slíkt hið sama.

Bush Bandaríkjaforseti ætlar að óska eftir því að bandaríska þingið samþykki rúmlega sjö hundruð milljarða fjárveitingu til hermála og uppbyggingu í Afganistan. Alls létust fjögurþúsund manns í átökum í Afganistan í fyrra en það er mesta mannfall síðan Bandaríkin réðust inn í landið fyrir nær sex árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×