Erlent

Fjórir látnir í átökum í Beirút

Í dag var unnið að hreinsun gatna eftir óeirðið síðustu daga í Beirút
Í dag var unnið að hreinsun gatna eftir óeirðið síðustu daga í Beirút MYND/AP

Stúdentar fylgjandi Líbanonstjórn annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar lentu í átökum í dag við Beirut Arab háskólann og breiddust átökin út á nærliggjandi götur. Sjónvarpsstöð Hezbolla í Líbanon sagði a.m.k. einn úr hóp stuðningsmanna stjórnvalda hafa verið skotinn til bana, en embættismenn öryggismála gátu ekki staðfest það. Öryggissveitir segja að minnsta kosti 17 manns slasaða, en óstaðfestar tölur segja 35 hafa slasast.

Hermenn skutu af byssum í loftið til að dreyfa mótmælendunum við háskólann. Íbúar á svæðinu flýðu í skjól, en herinn lokaði götum í suðurhluta borgarinnar.

Átökin byrjuðu eftir rökræður milli fylkinganna um hver væri ábyrgur fyrir almennu verkfalli sem hófst á þriðjudag. Þrír létust í mótmælum á meðan verkfallinu stóð og 170 slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×