Erlent

Katsav fær tímabundið leyfi frá störfum

Moshe Katsav, forseti Ísraels, á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær.
Moshe Katsav, forseti Ísraels, á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær. MYND/AP

Ísraelska þingið samþykkti naumlega í dag að veita Moshe Katsav, forseta landsins, launalaust leyfi vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Greint var frá því fyrr í vikunni að saksóknarnir hygðist ákæra forsetann fyrir brotin en hann hefur alla tíð neitað sök.

Málið hefur valdið miklum titringi í ísraelskum stjórnmálum og hafa fjölmargir stjórnmálamenn, þar á meðal Ehud Olmert forsætisráðherra, krafist þess að hann segi af sér svo hægt sé að sækja hann til saka. Því hefur Katsav hins vegar neitað en hann fór fram á þriggja mánaða leyfi til þess að takast á við málið. Hann fær nú tækifæri til þess að bera af sér sakir áður en ákæra verður gefin út.

Forseti þingsins tekur við embættisskyldum Katsavs en þær snúa aðalega að hinum og þessum athöfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×