Erlent

Íslömsk reiði skellur á Bandaríkjamönnum

Al Zawahri er næstráðandi í al Kaída á eftir Osama Bin Laden.
Al Zawahri er næstráðandi í al Kaída á eftir Osama Bin Laden. MYND/AP

Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al Kaída, vandar Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar í myndbandsávarpi sem birt var á internetinu í gærkvöldi. Hann varar þá við því að íslömsk reiði skelli á þeim af fullum þunga breyti þeir ekki stefnu sinni. Hann segir afleiðingarnar verði verri en nokkuð sem Bandaríkjamenn hafi áður séð.

"Ef við deyjum í skothríð, munið þið örugglega líka deyja í skothríð," segir al-Zawahri í myndbandinu. Það er 15 mínútna langt en hlutar af því voru birtir fyrr í vikunni.

Þá gagnrýnir al Zawahri einnig Eþíópíumenn vegna þess að þeir aðstoðuðu Sómala við að hrekja burt íslamista sem höfðu hertekið höfuðborgina og hluta af landinu. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, fær það óþvegið, þar sem hann er sakaður um svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×