Erlent

Geta sannað hryðjuverkastarfsemi Írana í Írak

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Bandaríkjamenn hafa sannanir fyrir því að hryðjuverkamenn í Írak njóti íransks stuðnings. Þessi sönnunargögn verða lögð fram innan skamms. Talsmaðurinn segir fimm Írana, sem sögðust vera að stofna ræðisskrifstofu þegar þeir voru handteknir í N-Írak, sannanlega ekki vera diplómata.

"Það eru óhrekjanlegar sannanir þess að íranskir aðilar séu innviklaðir í þessa (hryðjuverka-)starfsemi, og að þeir séu sendir af Íransstjórn," segir Sean McCormack.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×