Erlent

Kvendreki eignaðist unga án karldreka

Föðurlaust drekabarn
Föðurlaust drekabarn MYND/AP

Afkvæmi meyfæðingar litu dagsins ljós í Englandi í gær, í dýragarðinum í Chester. Fimm ungar Komodo-drekans Flóru eru skriðnir úr eggi og tvö egg eru enn óklakin. Flóra hefur aldrei verið við karldreka kennd og því hefur hún frjóvgað sig sjálf.

Þessi hæfileiki er alls ekki óþekktur meðal smærri skriðdýra en hefur ekki áður fengist staðfest hjá Komodo-drekum, sem verða fullvaxnir um þriggja metra langir og 140 kílógramma þungir. Þetta er tilefni til bjartsýni fyrir hönd tegundarinnar sem er í bráðri útrýmingarhættu þar sem færri en 4.000 drekar lifa villtir á náttúrulegu heimili sínu á eyjum í Indónesíu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×