Erlent

Konungleg magakveisa

Magakveisa hefur bæst ofan á sjóveikina hjá rúmlega þrjú hundruð farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth annarrar. Þetta þykir óvenju slæm pest þar sem 17 prósent farþega hafi smitast og lagst í rúmið með ælupest. Drottningarskipið hélt áfram heimsreisu sinni í gærkvöldi en tekist hefur að hefta smitið, með auknum hreinlætisráðstöfunum, meðal annars með því að sótthreinsa spilapeninga í spilavíti skipsins og skammta fólki á diska í stað þess að það fái sér sjálft af hlaðborði í veislusalnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×