Erlent

Uppreisnarmenn Tamiltígra flæmdir úr vígum sínum

Stjórnarhermenn á Sri Lanka hafa fínkembt svæði á austurhluta eyjunnar þar sem uppreisnarliðar Tamíltígra voru reknir frá vígum sínum á föstudag. Stjórnarhermenn sýndu fréttamönnum vopn og skotfæri sem þeir sögðust hafa gert upptæk úr vopnabúrum tígranna. Hart hefur verið barist í Batticaloa-héraði og hafa ríflega fimm hundruð manns látist í bardögum þar síðan í október síðastliðnum. Hundruð uppreisnarmanna eru nú á flótta þaðan undan stjórnarhermönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×