Erlent

Íraksstefnan "þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar"

Demókratar eru í meirihluta í utanríkismálanefndinni, eins og í báðum deildum þingsins.
Demókratar eru í meirihluta í utanríkismálanefndinni, eins og í báðum deildum þingsins. MYND/AP

Utanríkismálanefnd bandarísku öldungadeildarinnar samþykkti í gær tillögu um að Íraksstefna Bush forseta "samræmdist ekki hagsmunum þjóðarinnar". Þessi samþykkt hefur hins vegar ekkert lagalegt gildi til þess að breyta ákvörðun forsetans, sem er æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna.

Demókratar verða hins vegar sífellt bjartsýnni á að einnig takist að samþykkja vantrauststillögu á stefnu forsetans í öldungadeildinni sjálfri strax í næstu viku, þar sem níu repúblikanar hafa nú þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×