Erlent

Þrýst á um afsögn ísraelska forsetans

Moshe Katsav, forseti Ísraels.
Moshe Katsav, forseti Ísraels. MYND/AP

Mjög er þrýst á um að Moshe Katsav, forseti Ísraels, segi af sér embætti. Ríkissaksóknari tilkynnti í gær að hann væri að undirbúa ákæru á hendur forsetanum, vegna nauðgana og annarra kynferðisglæpa. Enn er þó ekki meirihluti fyrir því í ísraelska þinginu að knýja forsetann til uppsagnar. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz.

Ef Katsav víkur ekki af sjálfsdáðum aukast líkurnar á því að fullnægjandi meirihluti myndist í Knessetinu, ísraelska þinginu, til þess að hægt sé að víkja honum úr embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×