Erlent

Ekki flogið til Prag vegna snjóþyngsla

Snjóþyngsli eru víða í Evrópu.
Snjóþyngsli eru víða í Evrópu. MYND/AP
Öllu flugi hefur verið aflýst til og frá alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi vegna snjóþyngsla. Ekki verður athugað með flug fyrr en í fyrsta lagi fjögur í eftirmiðdaginn. Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi ofankomu. Einnig hefur verið ófært á aðalhraðbrautinni sem tengir Prag við austurhluta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×