Erlent

Dómarar forðist fangelsisdóma

MYND/AP
Bresk stjórnvöld hafa beðið þarlenda dómara að dæma ekki í fangelsi nema alhörðustu glæpamennina, vegna klefaskorts í fangelsum. Fangafjöldi í Bretlandi er nú að nálgast hámarksgetu fangelsanna, sem er 80 þúsund fangar. Í bréfi til dómaranna eru þeir hvattir til að íhuga frekar sektir og annars konar refsingu.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði að ein álma Norwich-fangelsisins sem hefði átt að rífa, yrði opnuð fyrir fanga á ný. Þar er pláss fyrir 150 fanga. 400 pláss á lögreglustöðvum eru neyðarúrræði til að hýsa fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×