Erlent

Engin stórtíðindi í stefnuræðu Bush

Bush í ræðustóli, á bak við hann sitja Dick Cheney varaforseti og Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildarinnar.
Bush í ræðustóli, á bak við hann sitja Dick Cheney varaforseti og Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildarinnar. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti hélt sjöttu stefnuræðu sína í bandaríska þinginu í gær, þá fyrstu í návist þingmeirihluta demókrata. Forsetinn tilkynnti engar mikilvægar stefnubreytingar, utan að setja markið á 20% minni eldsneytisneyslu eftir tíu ár. Hann lagði einnig áherslu á að bæta heilbrigðis- og félagslega kerfið þegar hann talaði um innanríkismál.

Í utanríkismálum bað hann um að Íraksstefna sín fengi tækifæri til að sanna sig, baráttan um Írak væri hluti af stærra stríði gegn öfgafullum múslimum. Þá vakti hann máls á öðrum þekktum og mikilvægum verkefnum á borð við kjarnorkuáætlun Írans, ofbeldi í Súdan og friðarviðræðum milli Palestínumanna og Ísraela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×