Erlent

Stjórnarandstaðan í Líbanon hætt mótmælaaðgerðum

Reykjarmökkur yfir Beirút í gær.
Reykjarmökkur yfir Beirút í gær. MYND/AP

Stjórnarandstaðan í Líbanon er hætt verkfalli og mótmælaaðgerðum sem lömuðu þjóðfélagið í gærdag. Þrír létust og í kringum 100 manns slösuðust þegar sló í brýnu milli stjórnarandstæðinga og fylgismanna stjórnarinnar.

Stjórnarandstæðingarnir munu sjálfir fjarlægja vegatálmana sem reistir voru í gær. Þó var varað við því að mótmælin verði tekin upp á nýjan leik ef stjórnin verður ekki við óskum þeirra um stærra hlutverk í ríkisstjórninni og nýjar kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×